Thursday, March 15, 2007

Veruleikavírus

Er með kenningu
um trúða og góða hirða
diplómasöfnun uppskafninga
gæsku smákóngasleikjunnar
sæluríki sjálfhverfingsins..
En að öllu þvaðri slepptu
hverfur tíminn og hans skemmda tönn
einsog slyddusparð á blautu malbiki.



Og sjá feita manngarminn
með allar sýnar þarfir og þrár
fastur í feni hugmynda
um ópíum mannleysunnar.
eða diplómasöfnun uppskafninga
eða vonda hirðisins
í sorpu hins stóra samhengis
Er ég hress eða er ég hress eða?

í heimi
vírusvarna
í heimi
verulegavaranlegraveruleikavírusvarna

No comments: