Tuesday, January 15, 2008
Bacon
Sá heimildarmynd um myndlistarmanninn Francis Bacon á DR2 í fyrradag. Þvílíkur maður .. Er enn að ná mér eftir þennan vitnisburð.. Efast um að mynd verði sýnd hér á skeri enda maðurinn hættulega skarpur samkynhneigður klæðskiptingur keðjureykjandi alcahólisti alvarlega introvert og í bullandi Guðs-afneitun .. Hann málaði myndir sem settu allt annað á oddinn en fagurfræði fávísrar húsmóður í Grafarholti ( með allri virðingu fyrir þeim ).. Er endalaust að rekast á athyglisverðar heimildamyndir á evrópsku stöðvunum .. Hér á skeri sjást aðeins þreyttar myndir um gallagripina tvo þ.e náttúruna og mannslíkamann.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment