Tuesday, October 28, 2008

VIð verðum að vanda okkur (ljóð)

Evruna strax .
Neitum að taka krónur fyrir vinnu okkar Krefjumst þess að fá útborgað í gjaldeyri .Dæmalausir átthagafjötrar og árið er 2008.

Krónan er gjaldmiðill dauðans .
Hún firrir okkur öllu verðskyni. Þannig getur hin heilandi hönd kapitalismanns komist upp með absúrt verðlag.
Hin heilandi hönd getur lika fellt gengið og þannig lækkað laun sauðanna með einu pennastriki . Meðan hægt er að leysa allar vitleysur með pennastrikum er ekki von á því að feilunum fækki. Þess vegna þarf að afskrifa pennastriksmöguleikann...
Það hlýtur að vera grundvallaratriði fyrir hið Nýja Ísland að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf hér á skeri .Það verður ekki gert með fiskveiðimiðuðu gengi .

Rök aftaníossa gegn upptöku Evru eru þau að íslenskt efnahagslíf sé ekki í fasa við efnahagsmuni stórþjóða Evrópu .
Þannig geti gengi Evru geti unnið á móti hagsmunum efnahagslífsins íslenska..
Þessu ber að svara..
Í fyrsta lagi fara hagsmunir íslensku atvinnuvegana ekki endilega saman . Gengi Evru á einhverjum tímapunkti getur komið einum atvinnuvegi vel meðan það hentar öðrum síður . Með margbrotnari atvinnustarfsemi ættum við í heildina að getað plummað okkur vel .einsog aðrar minni þjóðir innan Evrópusambandsins.Má þar nefna Norðurlöndin, Möltu og Lúxemborg sem dæmi . Hér eru gríðarleg tækifæri sem hingað til hafa verið fjötruð af Flóni Foringja og Flónastjórninni í gegnum asúrt gengi krónu , ofsagróðakröfu og flónsku græðgisbrjálæðingana í útrásinni...

Í öðru lagi getur Ísland ekki verið spilavíti lengur þó það sé bara vegna þeirra sem vilja halda lámarks sjálfvirðingu.

1 comment:

Séra Láki Sveinsson said...

Frábærlega að orði komist
Bervott um gríðarlegt innsæi höfundar
Áfram gakk