Tuesday, June 20, 2006

Rusl á götum


Það er svo mikið rusl á götunum
flögrandi um eða hímandi í hornum
vondir og góðir pappírar
fullir stútar,krypplingar
túrtappar með bjórdósir
súkkulaðisnúðugt smetti
klest eftir sólgleraugað tyggjó
tunnan fulla vafrar um netið
skerandi glerbrot leifar ælu
Góði hirðirinn í í appelsinuberki
boðar til messu í Sorpu.

Sorpa er kirkja hins stóra samhengis..

gámur merktur "ómálað timbur" er kirkjudeild innan hennar
gámur merktur "svartir sauðir" er kirkjudeild innan hennar
gámur merktur "kommar og nasistar(gas) "er kirkjudeild innan hennar

Skoffín að handan

"Af hverju geturðu ekki gert eitthvað eðlilegt? "spurði vélamaðurinn , lágvaxinn karl um fertugt kominn 8 mánuði á leið.....

"Hvað heldurðu að þú getir dæmt um hvað er eðlilegt, karllæga boltagrís ..heimska hvíta rusl...Heldur þú virkilega að mannkynið sé það illa í sveit sett að þínar lagkúrulegu hugsanir og annarlegu þarfir og þrár séu einhver mælihvarði á hvað er eðlilegt". svaraði barmmikil listakonan með þjósti...

"Heyrðu kommadrusla! Hvað ert þú að færa þig upp á skaft,þú sem lifir í heimi upphafningarinnar ,, gerfiveröld lygi og blekkingar. Listin er lygi ..blekking uppskafningsins,ópíum mannleysunnar. " svaraði riðvaxni verkmaðurinn lágri en titrandi röddu..

Karp er crap


Munúðarnes

Þar dansa litlir sveppir í dögginni
sigurreifir eftir hetjulega framgöngu
úrkynjað birkikjarr gægist yfir vegkantinn
í átt að hótelinu sem aldrei ber sitt barr
þar standa hnýsnar aspir ,sleppa ekki
laufi skrýddum augum af risglugganum.

Dauðvona maður mænir á meyjarmitti
sér til hægðar.
Fullkomlega grunlaus um njósnir trésins.
þreifar hann og strýkur býður sína blíðu
bljúgur.
Nú færir hún sig upp á skaftið..