Tuesday, June 20, 2006

Karp er crap


Munúðarnes

Þar dansa litlir sveppir í dögginni
sigurreifir eftir hetjulega framgöngu
úrkynjað birkikjarr gægist yfir vegkantinn
í átt að hótelinu sem aldrei ber sitt barr
þar standa hnýsnar aspir ,sleppa ekki
laufi skrýddum augum af risglugganum.

Dauðvona maður mænir á meyjarmitti
sér til hægðar.
Fullkomlega grunlaus um njósnir trésins.
þreifar hann og strýkur býður sína blíðu
bljúgur.
Nú færir hún sig upp á skaftið..

No comments: