Tuesday, June 20, 2006

Rusl á götum


Það er svo mikið rusl á götunum
flögrandi um eða hímandi í hornum
vondir og góðir pappírar
fullir stútar,krypplingar
túrtappar með bjórdósir
súkkulaðisnúðugt smetti
klest eftir sólgleraugað tyggjó
tunnan fulla vafrar um netið
skerandi glerbrot leifar ælu
Góði hirðirinn í í appelsinuberki
boðar til messu í Sorpu.

Sorpa er kirkja hins stóra samhengis..

gámur merktur "ómálað timbur" er kirkjudeild innan hennar
gámur merktur "svartir sauðir" er kirkjudeild innan hennar
gámur merktur "kommar og nasistar(gas) "er kirkjudeild innan hennar

No comments: